Ég er þín, segðu mér hver ég er

Sólarupprás

Amma Björg: Það sem ég hafði að leiðarljósi er að lit og förðun væri í hóf stillt og miðaðist við að undirstrika persónuleika og fegurð. Myndin lýsi gleði og rósemi, og því að vita ekki um of af sjálfum sér.
Elsku Elsa Dóra mín, það gleður mig ósegjanlega, gamla konu, að vera treyst til að hafa til þess vit og smekk að móta og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.

Titil: Ég er þín, segðu mér hver ég er, 2000
Inntak: Afsal, að framselja sig í hendur annarra
Efniviður: Eigin líkami og ásýnd
Form: Ljósmynd – myndasería
Stjórnandi Útlit og ímyndargerð er falin í hendur ólíkra aðila í öllu tilliti, kyn, aldur, þjóðfélagsstaða, kynþáttur, þjóðerni. Hver aðili hefur fullt frelsi til að breyta, bæta við, taka af og setja í hvaða samhengi sem er; 

Fegrun eða bjögun, þekkjanlegt eða óþekkjanlegt. Allar forsendur eru þeirra að öðru leyti en því að endanleg útkoma verður ljósmynduð.

Sólarupprás

Yulita Valeri: Ég vildi að myndin hefði yfir sér austrænt yfirbragð. Í þessu verkefni fékk ég tækifæri til að nota hæfileika mína og hitta nýtt fólk.

Sólarupprás

Coco Ágústsson: Íslensk kona, valkyrja. Hörð og ákveðin. Hún veit hvað hún vill og er tilbúin að fara í stríð. Það er gaman að leika sér

Sólarupprás

Sævar Karl: Fatnaður undirstrikar persónuleka, ýkir hann eða skrumskælir. Í þessu tilviki undirstrika fötin persónuna, einföld þægileg og eðlileg. Þetta er æfistarf mitt.

Sólarupprás

Gagnrýni eftir Jón Proppé sem birtist í Morgunblaðinu.