Framtíðarminni / Future memory

English below

Ræktun í mögrum jarðvegi

,,Fí-fæ-fó-fömm! Ég finn lykt af blóði Englendings…”, kveður risinn hárri raust í ævintýrinu um Jóa og baunagrasið. Jói selur kú fyrir töfrabaunir og á einni nóttu vex baunagras hátt upp í himininn. Jói klífur stilkinn og finnur þar risa sem býr í kastala. Jói rænir gersemum hans og öskuillur risinn, sem hótar að mala bein hans í brauð, eltir Jóa niður baunastilkinn. Jói heggur sundur stilkinn og risinn hrapar til dauða. Baunagrasið leyndist í töfrabaununum og óx með ævintýralegum hraða. Fræi trésins líkti þýski heimspekingurinn Hegel við hugmynd: agnarsmátt fræið bæri í sér heilt tré, stofn, greinar, lauf, lit, ilm og bragð. Fræið væri þó ekki tréð sjálft, því fyrirheit þess væru enn ekki orðin að veruleika.

heimasidaaukamyndTengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í listaverkum Elsu Dórótheu Gísladóttur, Ingarafns Steinarssonar, Doddu Maggýjar og Kristins Más Pálmasonar, sem öll hafa á einhverju skeiði búið hér á Suðurnesjum. Miðlarnir sem þau vinna með eru afar ólíkir og útkoman eftir því. Rétt eins og í öðru ævintýri þar sem koma við sögu drengur, kýr, og glíma við tröllskessur, en þar snýst sagan um að endurheimta kú sem hefur verið rænt.

Í fyrra ævintýrinu eru skiptin á kúnni fyrir töfrabaunirnar lykillinn að töframættinum, en kýrin hverfur eftir það úr sögunni. Töfrakýrin Búkolla, sem talar mannamál, býr aftur á móti sjálf yfir töframætti og er sönn hetja sögunnar um Búkollu. Hún bjargar drengnum og sjálfri sér með því að leggja torfærur fyrir tröllskessurnar sem rændu henni. Hún segir drengnum að taka hár úr hala sínum og leggja það á jörðina. Þó að hér sé ekki um eiginlegt fræ að ræða, er hárið eins konar hugarfræ. Fyrir töfra verða hugmyndir kýrinnar að raunveruleika þegar hárin eru lögð á jörðina, eins og fræ. Hárin verða að fljóti, báli og bjargi. Klassísku frumefnin, vatn, eldur og jörð, verða torfærur. Í álagaþulu kýrinnar um að enginn komist gegnum torfærurnar þrjár nema fuglinn fljúgandi, birtist fjórða frumefnið, loftið, sem samkvæmt gömlum frumefnagreiningum táknar meðal annars hugann. Í eðli sínu eru skessurnar eins og öll íslensk tröll, nátengdar jörðinni, bjarginu. Þær finna ráð til að láta naut drekka vatnið og míga á eldinn. Loks bora þær gat í gegnum bjargið, en þegar stærri skessan ætlar að troða sér í gegn, situr hún föst í gatinu og verður að steini. ,Efnið’ festist þannig í sjálfu sér, en með hugarflugi og töframætti sleppa Búkolla og drengurinn undan skessunum og öðlast frelsi frá efninu.

Ólíkt þessum ævintýrum fjalla fréttir af síberíska villiblóminu, Silene stenophylla, um raunverulegar tilraunir rússnesku vísindaakademíunnar árið 2012. (Samt hljóma þær ævintýralega.) Vísindamönnum tókst að rækta blómið úr fræjum sem samkvæmt aldursgreiningu eru um 32.000 ára gömul og fundust frosin 38 metrum undir sífreranum í Síberíu. Fræin voru grafin í jörðu af ísaldaríkorna og fundust innan um bein mammúta, vísunda og loðinna nashyrninga. Fullþroskuð fræ sem fundust voru skemmd, e.t.v. af íkornanum sjálfum til að koma í veg fyrir að þau spíruðu á óðali hans. Efni úr óþroskuðu fræjunum var hins vegar hægt að nýta. Með því að setja það í manngerð hulstur, tókst vísindamönnunum að rækta blómin. Plönturnar uxu og döfnuðu, blómstruðu og báru fræ. Þær eru sömu tegundar og nútímaafbrigði af Silene stenophylla, sem vex enn í síberísku freðmýrinni. Formóðirin er þó frjórri, og með annars konar blómlögun.

Ýmiskonar kerfi, þar með talin manngerð ræktunarkerfi, hafa verið listamanninum Ingarafni Steinarssyni hugleikin. Hann hefur tengt þessi kerfi við lífræn form úr plöntu- og dýraríkinu og túlkað þau á margvíslegan hátt. Ingirafn fjallar jafnframt um mismunandi vitundarstig, meðvitund og undirvitund og hefur í mörgum verkum sínum unnið á mörkum þess skáldaða og raunverulega.

Að sama skapi má segja að í vídeóverkum Doddu Maggýjar frá seinustu árum, sé að finna vísindalega nálgun á sjónrænu efni. Í verkunum skapa litur, hljóð og lína saman heild. Þar birtast dáleiðandi endurtekningar, speglanir og síbreytileg geómetrísk mynstur, svipuð þeim sem við sjáum í kviksjá. Brotin sem þannig speglast eru fengin úr ótal vídeóupptökum af raunverulegum blómum. Brotunum er endurraðað svo þau taka á sig nýja mynd. Útkoman er síbreytileg, geómetrísk mynstur sem byggja á blómum. Dodda Maggý hefur fiktað við fræin. Eins og vísindamaður sem kryfur viðfang sitt, hefur hún krufið sjónrænt efni í einingar, skeytt því aftur saman og endurspeglað útkomuna. Afraksturinn er gróður af óefnislegu tagi.

Að hægt sé að rækta Síberíublómið Silene stenophylla úr 32.000 ára gömlu fræi, er töfrum líkast. Formóðir aftan úr forneskju getur, með aðstoð vísindamanna, vaxið við hlið mörgþúsunda kynslóða yngri afkomanda.

Það er eins og tímavélin sé orðin að veruleika: og plönturnar tvær geta nú vaxið samtímis.

Tímatengingar forneskju og samtíma verður vart í málverkum Kristins Más Pálmasonar. Myndflöturinn minnir á skissugerð. Margvísandi hugmyndir spretta líkt og arfi, hver innan um aðra, brotakenndar, geómetrískar og táknrænar. Dagbókarfærslur á mörkum þess hlutbundna og óhlutbundna. Kristinn vinnur með tákn, sem sum hver vísa langt aftur í fortíð, til tíma þegar táknin voru nátengd jörðinni og hlutbundnu hversdagslífi mannsins. Þessi tákn vísa jafnframt í hversdagsheim samtímans, þar sem náttúrutengingin er að mestu glötuð. Mörg hver tilheyra myndheimi rafknúinna samskiptamiðla og sýndarveruleika.

Nokkrum árum eftir fræfundinn í Síberíu ræktuðu kanadískir háskólanemendur í Winnipeg kúrbít úr fræjum sem ættbálkur Miami indíána hafði ræktað í 5000 ár. Með handfrjóvgun viðhéldu indíánarnir ræktunararfleifð sinni. Rithöfundurinn Winona LaDuke nefndi kúrbítsafbrigðið Gete-okosomin (svalur gamall kúrbítur). Winona, sem berst fyrir vernd hefðbundinna nytjajurta, segir einnig frá öðrum fræjum sem voru varðveitt af Pawnee indíánum. Þegar þeir voru hraktir af landi sínu í Nebraska 1874, á verndarsvæði indíána í Oklahoma, höfðu þeir meðferðis helg fræ nytjajurta, sem ræktaðar voru í heimahögunum. Í nýjum heimkynnum gekk hins vegar illa að rækta úr fræjunum. Fræbirgðirnar minnkuðu og aðeins örfá fræ sumra tegunda voru eftir. Afkomandi fólksins sem settist að á landi Pawnee indíánanna í Nebraska hafði þá samband við indíánana í Oklahoma og sagði: ,,Okkur langar að rækta úr fræjunum ykkar, megum við það?” Eftir umræður var ákveðið að senda fræin til Nebraska. Þar voru þau gróðursett og döfnuðu vel. Pawnee indíánarnir sögðu við Winonu: ,,Fræin muna landið þaðan sem þau komu.´´

Í myndlistarverkum Elsu Dórótheu Gísladóttur kemur fram mikill áhugi á heildstæðri ræktun, sérstaklega því sem kallast á ensku Biodynamic Agriculture. Það er ræktunaraðferð sem tekur mið af alheimsorku og felur m.a. í sér að brugga töfraseið til að gefa landinu meiri lífsorku. Uppruna Biodynamic Agriculture má rekja til Rudolfs Steiner. Hann hélt árið 1924 fyrirlestraröð, til að bregðast við áhyggjum þýskra bænda af hrörnun ræktarlands eftir að farið var að nota tilbúinn áburð. Elsa Dóróthea hefur unnið með ræktun í ýmsum verkum sínum, m.a. í innsetningu sem hún gerði fyrir Safnasafnið á Svalbarðsströnd 2011. Löngu fyrr, sem námsmaður í Hollandi, gerði hún tilraunir með að búa til egg–temperuliti. Elsa notaði kanínulímsgrunn og málaði með litunum einlitar myndir, sem hún kom fyrir í gróðurhúsi. Þar hlúði hún að þeim og fylgdist með fjölbreytilegum áhrifum sveppagróðurs á málverkin.

Hugmyndir Rudolfs Steiner um Biodynamic Agriculture halda áfram að þróast meðfram hugmyndum um lífræna ræktun. Fræjum svala gamla kúrbítsins fjölgar og gamalt afbrigði Silene stenophylla getur vaxið við hlið nútímaafbrigðisins í Síberíu. Við veltum enn fyrir okkur merkingu hugarfræs Hegels og tengingu þess við tréð. Risinn féll fyrir hendi Jóa þegar hann hjó baunagrasið. Endalok skessunnar urðu þau að festa sig í bjarginu og verða að steini. Búkolla, drengurinn og fræ Pawnee indíánanna náðu að lokum heim.

Listamennirnir sem hér sýna eru nú búsettir á ýmsum stöðum. Það er spennandi að leiða þá saman í Listasafni Reykjanesbæjar, á svæði sem tengist með einu eða öðru móti fortíð þeirra. Þau tengsl hafa eflaust sáð einhverskonar fræjum í líf og list þeirra allra.

Guðbjörg Hjartardóttir Leaman,

Framlag til hugmynda; Inga Þórey Jóhannsdóttir


Future memory

Cultivation in barren soil

Fee-fi-fo-fum! I smell the blood of an Englishman…. bellows the giant in the fairytale Jack and the Beanstalk. Jack exchanges a cow for magic beans and overnight a giant beanstalk grows into the sky. Jack climbs it and in the sky, finds a giant living in a castle. Jack steals the giant’s treasure. The furious giant, who threatens to grind Jacks bones to make his bread, chases him down the beanstalk. Jack cuts down the stalk and the giant falls to his death. The magic beans contained the beanstalk that grew with magical speed. The German philosopher Hegel compared the seed of a tree to an idea. The tiny seed contains the promise of the tree. Including the trunk, branches, leaves, colour, scent and flavor. Still, the seed is not the tree itself, as its promise is not yet a reality.

Connections to horticulture, plants, systems and time come to mind when viewing artworks by Elsa Dóróthea Gísladóttir, Ingirafn Steinarsson, Dodda Maggý and Kristinn Már Pálmason. They have all during some period in their lives lived in Suðurnes. The mediums they work with vary, and so does the end result. Just as in another fairytale about a boy and a cow, and their battle with giantesses. In that story the focus is on recovering a stolen cow.

In the earlier fairytale the exchange of the cow for magic beans is the key to the magic powers, then the cow disappears from the tale. Búkolla the magic cow in the second story communicates with humans and is itself the source of magic and the true hero of The Story of Búkolla. The cow rescues itself and the boy by placing obstacles in the thieving giantesses way. Búkolla instructs the boy to pull a hair from its tail and lay it on the ground. Although not an actual seed, the hair can be likened to a mind seed. The cow’s ideas are realized through magic when the hairs are placed on the ground like seeds.

The hairs turn into a river, a blaze and a huge rock. The classical elements water, fire and earth, become obstacles. In Búkolla’s recital of the spell, that nothing can get through those three hurdles except for the flying bird, the fourth classic element, air comes into play. According to old analysis of classic elements the mind is governed by air. As all Icelandic giants the giantesses are strongly connected to the earth, the rock. They find a way to let a bull drink the water, then piss on the fire and finally drill a hole through the rock. When the larger giantess tries to squeeze through the tunnel she gets stuck and is turned into rock. The ,material’ gets stuck in its own element.

With imagination and magic powers Búkolla and the boy escape from the giantesses and are released from the material.

A very different tale is news of the Siberian wild flower Silene stenophylla. It recounts the story of real experiments conducted by the Russian Academy of Science in 2012. (Yet, it sounds like a fairytale.) Scientists managed to grow the flower from seeds that according to radio carbon dating are around 32,000 years old. The seeds were found frozen 38 meters below ground in the Siberian tundra. They were buried by an Ice Age squirrel and found among mammoth, bison and wooly rhinoceros bones. The mature seeds recovered, had been damaged possibly by the squirrel itself to prevent them from germinating in its burrow. By extracting viable plant material from the immature seeds and placing it in man-made vials, the scientists managed to grow the flowers. The plants grew well, flowered and produced seeds. The flower is the same variety as the modern-day Silene stenophylla, although more fertile, with a slightly different petal shape.

Various systems, including manmade horticultural systems have been central in Ingirafn’s art. He has connected those systems to biological material from the plant and animal kingdom, using different methods to convey them.

Ingirafn also draws inspiration from different states of mind, the conscious and subconscious mind and his artworks are based on the perimeter of fiction and reality.

Likewise, in Dodda Maggý’s video works from recent years a scientific take on visual material is prevalent. In her works, colour sound and line create unity. The works contain mesmerizing repetitions, reflections and ever changing geometric forms, similar to those seen in a kaleidoscope. The segments reflected are extracted from hundreds of video recordings of natural flowers. They are then rearranged to create new images. The outcome is constantly changing geometric patterns constructed from flower images. Dodda Maggý has interfered with the seeds. Like a scientist dissecting his research material, she has dissected visual material into segments, repositioned them and reflected the outcome. The result is otherworldly flowers.

The possibility that the Siberian flower Silene stenophylla can be grown from a 32,000 year old seed seems magical. With the help of scientists an ancestor from times immemorial can grow next to its thousands of generations younger descendant. It is as though time travel has been realized and the two plants are contemporaries.

There is a connection of prehistoric time and the present-day in Kristinn Már Pálmason’s paintings. The picture plane is suggestive of a sketch. Like weeds, diverse, fragmented ideas spread out in unforeseen places. Kristinn’s paintings are like diary statements with a mix of geometric and symbolic, objective and abstract images. Some of the symbols in Kristinn’s works originate in an ancient past, when they were closely connected to earth and concrete everyday life. Those symbols are still part of everyday contemporary life, although for the most part the connection with nature is lost. Some of them now belong to the visual world of virtual reality on computer screens and other electronic devices.

A few years after the seed recovery in Siberia, Canadian university students experimented with growing squash. The squash was grown from seeds donated by Indians from the Miami tribe. The seeds had been hand-pollinated by the Indians and cultivated for 5000 years to keep their horticultural heritage alive. The writer and activist Winona LaDuke named the squash Gete-okosomin (cool old squash). Winona who fights for preservation of traditional edible plants, relates the story of other seeds, preserved by the Pawnee Indian tribe. When the Pawnees were uprooted from their land in Nebraska in 1874, and forcebly moved to Indian Territory in Oklahoma, they brought their holy seeds of edible plants they had been growing. In their new homeland the tribe had trouble growing from the seeds. The collection of holy seeds dwindled until only a few of some varieties were left. Then a decendant of the settlers who moved to the Pawnee homeland in Nebraska contacted them and said: “We would like to grow plants from your seeds. Can we?” After deliberation the seeds were sent to Nebraska. They flourished. The Pawnee Indians told Winona “The seeds remember the land they came from.” Elsa Dórothea’s artworks bear witness to a keen interest in sustainable agriculture, in particular Biodynamic Agriculture. The methods origin can be traced back to Austrian social reformer Rudolf Steiner. In 1924 Steiner held a series of lectures in response to the worries of German farmers. The farmers had noticed deterioration of farmland since the introduction of chemical fertilizers.

Elsa Dóróthea has utilized living plants in some of her works, including an installation made for Safnasafnið in Svalbarðsströnd in 2011. Much earlier in her carrier, while still studying art in the Netherlands, Elsa experimented with making egg tempera paint. She used rabbit skin glue to prime her material, then painted monochrome paintings and placed them in a greenhouse. Elsa attended the paintings and watched the influence of various fungi cultures growing on them.

Steiner’s ideas on Biodynamic Agriculture continue to develop alongside ideas on organic farming. The seeds of the cool old squash multiply, and the ancient variety of Silene stenophylla can potentially grow next to the modern variety in Siberia. We still wonder about Hegel’s mind-seed and its connections to the tree. The giant met his death when Jack cut down the beanstalk. The giantess’s doom was to get stuck in the rock and turned to stone. Búkolla, the boy and the Pawnee Indians seeds finally reached home.

The artists showing their work, now live in various places.

It is great to have an opportunity to view their works together in Listasafn Reykjanesbæjar. In a part of the country connected to the past of all the artists. That connection has doubtlessly sown some type of seeds in their lives and artistic vocation.

Guðbjörg Hjartardóttir Leaman

Translation, Guðbjörg Hjartardóttir Leaman

Contributor to ideas, Inga Þórey Jóhannsdóttir

Umfjöllun um Framtíðarminni :

http://hugras.is/2016/10/framtidarminni-listasafni-reykjanesbaejar/